Haustið er komið með bleytu og kulda
8.10.2008 | 11:18
Í dag er ég veikur, í gær var ég vekur og í fyrradag var ég veikur, hvar endar þetta heilsuleysi? Ásta er á nánskeiði í dag en þar eru kennd nokkur fantabrögð sem eiga eftir að koma í góðar þarfir einhverntíman. Vonandi verð ég notaður sem tilraunadýr eitthvert kvöldið þegar við erum orðin tvö ein. Kreppann er líka farin að teygja anga sína hingað því við verðum verulega vör við hvað við erum að fá lítið fyrir Íslensku krónuna. Sjálfsagt meiga einhverjir á heimilinu herða sultarólina en ekki Heiðmundur, svo mikið að víst. Hér er líka byrjað að hausta. Rigning dag eftir dag og farið að kólna, hitinn í dag rétt slefar í 13. gráður. Ég verð að fara að gera mat, stelpurnar fara að koma úr skólanum og þá vilja eitthvað gott að borða svo verð að að skipta um vatn í heitapottinum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.