Heima er best

Þá er ég kominn heim eftir langa Íslandsför og er það bara gott. Fór beina leið í garðinn og gerði og gerði. Að sjálfsögðu kom ég öllum í eitthvað verk, meira að segja Tryggvi slapp ekki þrátt fyrir slæmsku í hnénu. Við fórum til Herning að skoða sumarhús, fá teikningar og verð og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Ég byrjaði í skólanumí dag og fékk það skemmtilega verkefni að skrifa kynningu á sjálfum mér á dönsku og bara nokkur orð, en það er ekki létt verk að skrifa nokkur orð um sjálfan sig eins og allir vita. Gaman er líka að vera kominn í þetta dásamlega veður sem hér er. Hiti og sól og ekkert úlpuveður eins og á Íslandi. Ég kem nú samt til með að sakna hinnar frábæru þjónustu í opinberum stofnunum, bönkum og verslunum sem er á Íslandi en hérna er þjónustan verri en allt sem vont er og meira að segja verri en í Nóatúninnu hennar Ingu og vondum degi. Nú er komið kvöld hjá mér og alveg upplagt að kveikja á kertum, skella sér í pottinn og fá fréttaskammtinn beint í æð. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða skóla

Jón Óskar (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 15:55

2 identicon

Æææ, þá er nú þjónustan slæm!

Inga (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband