Þá erum við vonandi komin í gang aftur hérna á síðunni
30.8.2008 | 10:59
Þá er sumarið búið að Íslandi og haustlægðirnar hrannast yfir landið. Þetta er búið að vera viðburðarríkt sumar okkur. Ásta náði prófinu í skólanum, Heiðmundur kláraði í sínum skóla og er nú komin í heimavistarskóla í Vejle, við fórum til Búlgaríu og til Íslands þar á eftir. Ég ákvað svo að vera aðeins lengur á Íslandi og vinna smávegis. Það er hinsvegar ekkert að gera svo ég er á leið heim aftur. Eydís fór líka að vinna hérna. Hún var hjá Ósk og Gílsla í Hveragerði og átti að sjá um börn og bú þar. Þetta reyndist henni erfitt og varð henni minna úr verki en reiknað hafði verið með. Svo týndist ein ferðataska þegar við vorum að fara frá Köben til Keflavíkur og hefur ekki komið í leitirnar þrátt fyrir grenslan. Í töskunni voru nær öll föt okkar Heiðmundar og snyrtitöskur. Þá er bara að bíða og sjá hvað tryggingarnar dekka.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ elska!
Hvernig væri að þú drullaðist þá bara heim hundurinn þínn, hehehe
. bíð þér í grill þegar ég er fluttur
.
Knúsíknús
Jón Óskar og co
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 30.8.2008 kl. 20:27
Lýst bara vel á það enda þarftu að dekra mig dáldið svo ég hjálpi þér við flutningana.
Óli (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.