Til Hamingju Boston

Þá er þessu tímabili lokið með sigri Boston en þeir fóru létt með mína menn í Lakers, 4 - 2, og ekki orð um það meir.

Nú er aldeilis að styttast í utanlandsferðina okkar til Búlgaríu og komin veruleg spenna í börn og unglynga á heimilinu. Ásta er að farast úr spennu en sama dag og við förum þreytir hún fyrstaárs prófið. Hún fékk sannkallaðan happadrátt, þar sem ég kom hvergi nárri, en hún dróg sitt línufag í drættinum í morgun. Það vara einmitt það sem hún var að vonast eftir, og ég líka náttulega. Ég er enn í Jobsbók og í annað skipti svona til öryggis, bara fínn kall hann Job. Ég fer svo á námsskeiðið á morgun og er það síðasta skipti fyrir sumarfrí. Ég sótti um vinnu í gær og vonast eftir svari fyrir jól. Loksins er svo farið að rigna hérna og er það bara hið besta mál. Grasið að taka við sér aftur og trén að hressast. Bændur eru fyrir löngu búnir að ná inn heyjum og sitja þeir nú bara og klóra sér þar sem sólin skín aldrei. Ég kem svo og hjálpa þér að flytja Inga, láttu mig bara vita hvenar ég á að koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Ásta með dráttinn :)

Jamm, ég kalla svo bara á þig í flutningana. Hvað þarftu langan fyrirvara?

Inga (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:45

2 identicon

Lítinn.

Einar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband