Boston : 1 - Lakers : 0

Hér virðist engin endir vera í augsýn á blíðunni. Fréttastofur keppast við að tala við elstu menn sem segjast ekki muna aðra eins tíð, enda ekkert skrítið þeir eru orðnir gamlir og kalkaðir og muna ekki einu sinni hvað þeir fengu í morgunmat hvað þá annað. Við Jón Óskar fórum til útlanda saman í gær til að versla drykkjavörur en þær eru einstaklega ódýrar handan við landamærin eða alveg þangað til maður þarf að borga herlegheitin. Ég notaði tækifærið og svaf á leiðinni til Þýskalands enda höfum við ekki neitt nýtt að segja hvor öðrum og svo er svo notalegt eitthvað í þögninni. Ég var náttulega í sárum eftir að hafa horft á leikinn, þar sem Lakers töpuðu óvænt og óverðskuldað og ekki orð um það meir. Á heimleiðinni skiptumst við svo á eins og tveimur gömlum sögum en að öðru leiti nutum við þagnarinnar. Þau hjón kíktu svo til okkar seinnipartinn og höfðu með sér alveg svaka steikur sem við grilluðum og átum saman. Að sjáfsögðu var upplagt að prófa gosdrykkina og magnað hvað þeir fóru vel í okkur þegar var búið að þynna þá svolítið út. Við spiluðum svo eitt Axóneri það er að segja. Ég og Jón Óskar á móti Ástu og Eydísi en Begga þvertók fyrir að vera með og hótaði aumingja Jóni öllu illu ef hann reyndi að fá hana til að spila með. Hún tók svo að sér að vera tímavörður, en missti sig alveg í æsingnum og var farin að giska með stelpunum hvað væri verið að leika og hefur auðvitað neytt sér tímaglasið til að skaffa sínu liði auka tíma. Við Jón jörðuðum hlussurnar en eitthvað heyrðist samt um að við hefðum beitt bröggðum til að vinna,  Enn eins og allir vita þá þarf ég ekki að svindla til að vinna heppnin fylgir bara þeim góðu. Í dag Fórum við svo öll í veiðiferð en við Heiðmundur læddum okkur í burtu þar sem hann þurfti að hitta nýju kærustuna sýna, hana Lúisu og það í Esbjerg og auðvitað keyrði ég hann þangað. Skrifa meira síðar, bæ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Skál Óli!

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:53

2 identicon

Tvö eitt segi og skrifa.

Einar Vald (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:24

3 identicon

Já ótrúlegt en satt, okkar menn náðu að knýja fram sigur í verulega slökum leik. Þetta er samt gott fyrir seríuna því með sigri hefði Boston nánast klárað dæmið. Nú er bara að vona að Eyjólfur hressist og að Lakers hrökkvi í rétta gírinn og klári sýna heimaleiki og nái svo að stela þeim fjórða í Boston. Það þarf hinsvegar allt að ganga upp hjá okkur svo að það takist.

Óli (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband