Lakers - Boston úrslit

Í kvöld er það Lakers/ Boston úrslit í fyrsta skipti í langan tíma. Síðast léku þessi lið til úrslita 1987 og þá höfðu Lakers betur. Nú er bara að vona að sagan frá þeim tíma endurtaki sig. Boston hefur oftast unnið NBA titilinn en Lakers er það lið sem tapað hefur flestum úrslitaleikjum svo nú er spenna í loftinu. Annras er allt við það sama hér, hiti og sól svo langt sem augað eygir og spár segja. Meira að segja kötturinn hefur fengið nóg af sól og heldur sig alveg innivið á daginn og hangir svo í sundi á nótunni. Við Jón Óskar erum að spá í að fara til útlanda á morgun til að versla gos og vatn á flöskum og aldrei að vita nema ein og ein léttvínsflaska fylgi með, enda nauðsynlegt að geta boðið upp á eitthvað svalandi í hitanum þegar gesti ber að garði. Það er líka gaman að fara á nýja bílnum sem hann Jón var að kaupa og til hamingju með bílinn Jón Óskar. Svo er allt á fullu hérna í húsaviðgerðum og vonandi tekst að klára þetta fyrir jól. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvernig fór svo leikurinn? Ég hef ekki heyrt neinar fréttir í dag.

Inga (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 21:38

2 identicon

Leikurinn endaði illa.

Einar (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband