Allir að skrælna

Þetta fer nú að verða eins og hjá Skrámi hérna um árið. Í fyrstu voru allir ofsa glaði yfir sólinni og góðaveðrinu en núna? Nú er allt að skrælna sem skrælnað getur, nema þeir sem drekka bjór. Við neyðumst til að vökva bæði grasið og trén og það kostar bæði tíma, fyrirhöfn og peninga því vatnið er ekki ódýrt hérna. Hér komu einu sinni dropar úr lofti í maj mánuði og það var ekkúrat þegar ég var að fara með avisin og það sér ekki fyrir endan á þessari tíð svo langt sem spár ná. Charlotta er á fullu í myndatökum þessa dagana og gengur það frábærlega. Auðvitað eru allir ánægðir með svona litla, góða prinsessu sem sjarmar alla upp úr skónum og svo er hún svo vel upp  alin ekki gleyma því. Ásta er að fara á taugum yfir prófinu sem hún fer í þann 24. júní og lætur okkur heyra það óþvegið við og við. Það er náttulega gríðarleg pressa á henni með þessa skólagöngu. Við hin á heimilinu ætlumst til að hún fái milli 8 og 12 í einkun því við vitum vel að hún kann þetta allt og hún veit það líka. Ég sótti um vinnu í gær og venast eftir að fá svar fjótlega. Svo fer að líða að Búlgaríuferðinni og er komin tilhlökkun í alla hérna yfir því. Hótelið sem við verðum á heitir Flamingo og má sjá myndir af því á síðunni http://www.spies.dk/sungarden og svo skrollið þið niður þangað til þið finnið þetta hótel SunGarden PLUS Flamingo, Bulgarien, Albena. Góða skemmtun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ásta er langflottust, og á klárlega eftir að mala þetta lið

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.6.2008 kl. 08:31

2 identicon

Og svo fer að rigna. Og hver bað um það........

Inga (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband