Heiðmundur skaðbrenndur

Hér er sól, hiti og hamingja í lofti eftir slæmar fréttir undarfarna daga frá Íslandi. Við vorum meira og minna í garðinum í dag, settum upp nýja sundlaug með hitara og vakti hún strax mikla lukku. Svo mikla að heilu fjölskyldurnar komu um langan veg til að líta á herlegheitinn og prófa. Við Heiðmundur skelltum okkur í messu til að hressa upp á sálartetrið og byggja okkur upp fyrir komandi viku. Hinir heiðnu og trúlitlu sátu bara heima og gerðu ekkert frekar en venjulega. Nú á að byrja að framkvæma hér á morgun og verður það bara gaman. Merkilegt því við vorum að tala um það í gær að finna annan smið til að klára verkið en sá gamli mætti í dag og lofaði öllu fögru. Ég ætla að sækja um nýja vinnu á morgun og skriga nánar um það síðar, en þetta er verulega spennandi vinna. Heiðmundur kom út í sólina í dag og eftir að hafa verið úti í uþb. 1 tíma var hann brunnin og þurfti að fá eftirsól krem á kroppinn til að kæla hann niður. Ragnar fór í sund en var rekin upp úr fyrir einhver ólæti, sennilega verið að sýnast fyrir kærustuna hana Lærke. Já það má ekki gleyma því að Jón Óskar bjargaði deginum, en við förum ekki nánar út í það. Í næstu viku fer Charlottu í myndatökur atur eftir nokkurt hlé og hlakkar hún mikið til. Við fórum líka í ferð í síðustu viku með barnaskólanum til Silkiborgar að skoða allskonar dýr og auðvitað vilda Ragnar taka þvottabjörn með sér heim, þeir eru svo sætir sagði hann. Jæja þá er komið að sunnudagsmyndinni sem við horfum á öll saman. Bæ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband