Margir tala, fáir hlusta.

Ég er náttulega alveg eyðilagður eftir úrslitin í nótt. Alveg ótrúlegt hvað lið getur dottið niður á milli leikja en vonandi tökum við þetta bara á miðvikudag í staðin og sendum Spurs svo í sumarfrí um helgina. Ég laggði mig svo eftir leikinn og vaknaði svo við að Ásta var að íta við mér því hún heyrði ekkert í sjónvarðinu fyrir hrotum í mér. Ég sem var að dreyma þennan fína rottugang og snáka og annan djöfulgang, var svo að vellta fyrir mér hver væri að tala og hugsa illa til okkar hérna en hætti því svo bara því mér er alveg sama. María kíkti í kaffi til okkar í morgun en spjallaði bara við Ástu og þar sem ég hafði ekkert að segja dreiði ég huganum í tölvunni. Rikki frændi kíkti svo í kaffi og akkúrat á meðan ég var að fá mér léttan hádegisverð og kíkja á Falcon, óþolandi. Ásta var svo elskuleg að fatta strax hvað var í gangi og setja spólu í og taka þáttinn upp. Sem betur fer var ég rétt búin að borða þegar hann kom því hann var rétt búin að drepa okkur hér úr táfýlu. Ég varð að skúra arinstofuna eftir að hann fór og ekki bara einusinni heldur tvisvar, tók til öryggis aðra umferð áður en kvöldsjónvarpsdagsskráin byrjaði. Svo fékk ég vinnutilboð á netinu sem ég ætla að skoða á morgun. Svo kom smá rigning í morgun og auðvitða rétt á meðan ég var að fara með avísin, alltaf sama sagan. í kvöld ákváðum við svo að telja ú bauknum okkar, og viti menn 5519 danskar krónur síðan um jólin, sem er gott. Þá er þetta orðið gott. Gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Lasse og Gunnhildur já og líka Júlía með nýja lila barnið sem fæddist í dag, 26/05 2008 sem er líka fæðingadagur einhvers annars og líka fæðingadagur krónprins Fredreik, ekki leiðinlegt það Lasse.

Óli (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 20:51

2 identicon

Já, gjörsamlega óþolandi þegar fólk kemur í heimsókn akkúrat þegar maður ætlar að horfa á mikilvægt eins og falcon og glæstar. Hvað er að þessu liði??? díses.

En djöfull hefur táfýlan verið rosaleg fyrst það þurfti tvær umferðir.

Svo hef ég líka þurft að vekja Al svo ég heyrði í sjónvarpinu. En yndislegur draumur hjá þér.

G O T T

Inga (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvaða Falcon er þetta sem þið eruð að horfa á í DK? vonandi ekki Falkon Crest

Ef þig dreymir illa Óli minn þá er um að gera að biðja Guð um vernd fyrir hvern og einn í fjölskyldunni og  vera duglegur að því. Þá kemst ekkert illt að ykkur og þá skiptir engu máli hver er að hugsa illa til manns því Guð sendir sinn englaher til að létta allri bölvun og gefa blessun í staðinn.

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband