Og þá kom sólin til að hlýja okkur
23.5.2008 | 17:57
þá er komin hiti hérna aftur,sem er gott. ég vaknaði náttulega snemma eða þannig og tóka allt í gegn enda alveg að koma Evróvisíon kvöld með öllu tilheyrandi. Ásta var komin heim úr skólanum rúmlega 11 og dreif sig með avisin alveg ein á meðan ég hlussaðist fyrir framan imbakassann til að fylgjast með Falcon creast. Fórum svo í skólann og tókum hann í gegn og keyrðum til Vejle. Eins og venjulega verð að fara á MC og þar tróðu börnin í sig hammara með osti og gos með. Ragnar varð sjúkur og fékk alvarlega bíladellu þegar hann sá Lamborgíni á planinu og ætlaði að ná myndum af honum en honum til mikillar skelfingar keyrði hann í burtu um leið og við renndum í hlað. Við fórum svo í Bilka og versluðum smá. Eydís átti svo að mæta í afmæli kl. 1800 en eins og venjulega varð hún aðeins of sein. Ég las í Mogganum um daginn að farþegi einn hefði lent upp á kannt við aðra farþega í flugvél sem var á leið til Canada og datt strax Júlíus í Draumnum í hug. Þetta var nú samt ekki hann heldur einhver annar draumur sem var svo handtekinn þegar vélin lenti. Júlíus í Draumnun fór hinnsvegar í dag og er sennilega í Canada í þessum skrifuðu orðum. Þá er innbakaði laxinn tilbúin, Ásta búin að græja matinn á meðan ég hangi í tölvunni, og þá er best að njóta matarins.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.