Allt við það sama hér

Í dag var ég heimavinnandi. Ég gafst upp á þessari vinnu sem ég var byrjaður í og þar með er það bara af. Annars er enn kallt hérna, enda við orðin góðu vön. 15 til 18 gráður þykir orðið kallt hjá okkur, það er varla hægt að vera í garðinum nema þá í pottinum góða. Ég var að vonast eftir að heyra eitthvað frá Maggý því fyrir nokkru sendi ég henni CD með spennandi myndum og uppsýsingum um heita potta. Heiðmundur er loksins komin með spangir og hann tekur sig bara vel út með þær. Ásta er á fullu þessa dagana að lesa og æfa undir vorprófin og er í slagtogi með Bergboru, sem heitir í raun Bergþóra en danska lyklaborðið býður ekki upp á að það sé stafsett rétt, og mér skilst að þær séu að gera góða hluti saman. Við fengum bréf frá Casablanca um að það væri búið að samþykkja Charlottu sem aðalmódel fyrir Bilka-avisin og nú er hún alveg að farast úr spennu yfir því. Einar vald átti verulega góðan sprett í maraþonhlaupinu síðustu helgi og bætti sig um 25 mín. sem er gott. Til hamingju Einar Vald. Ég hef ekkert komist í Biblíulestur í tvær vikur og er svo sannarlega komin með frákvarfseinkenni. Hringdi því í Jóhann í dag og þá lá kallinn í flensu ásamt fleirum á heimilinu og virkaði frekar óhress í símann. Við hérna erum hinnsvegar við góða heilsu og aldrei verið hressari. Við segjum frá garðinum í næsta pistli, enda tíminn úti og evróvissíon að byrja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir að komast aftur inn í Falcon Crest fyrst þú ert hættur í sópnum.

Inga (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 00:44

2 identicon

vonandi, en það er ekki gott að vara búin að tapa svona miklu úr.

Einar (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband