Ný færsla
17.5.2008 | 20:13
Jæja þá eru ár og dagar frá því það var skrifað hérna á síuðuna, allavega dagar og hér er búið að vera brjálað að gera. Ég er því miður farin að vinna og það er alveg hræðilegt. það eina jákvæða er að innkoman er eitthvað að hressast en annars er þetta allt voðalega leiðinlegt. Ég er alveg dottinn út úr Falcon crest og það er ekki gott. Vélin sem ég er á er ekki góð og eiginlega bara slæm. Ásta er búin að fá úthlutað æfingavinnustað og er bara nokkuð ánægð með hann. Hún fór í heimsókn þangað á föstudag til að taka staðinn út og var mjög ánægð með viðtökurnar og viðhorfið til hennar. Í dag, laugardag, er búin að vera sérstakur skóladagur í Hedergaard skóla en þá hittast foreldrar og börn og vinna saman að endurbótum á skólanum. Við fengum helling að borða og þá er ég sáttur. Eftir að við komum heim fengum við okkur kaldan bjór og allt of mikið af honum. Bjórdælan bilaði og vildi ekki lokast þannig að ég neyddist til að þamba alveg helling og setja í "nokkur" glös og könnur aður en komist var fyrir lekann. Ásta er komin með þokkalegan hnút í magann því senn líður að fyrsta árs prufunni í skólanum. Heiðmundur er kominn frá Færeyjum og hann skemmti sér konunglega þar og ekki síður í ferjunni á milli staða. Í ferjunni myndaðist strax sérstakt klósettpartý þar sem saman söfnuðust sjóveikir strákar og stelpur á öllum aldri og sterk kynni tókust með einhverjum strákum og strákum og strákum og stelpum og allr þar á milli. Ætli þau hafi verið að æla hvert upp í annað þarna? Í Færeyjum var sól allan tíman og allt var voða gaman. Heiðmundur skildi Færeyskunna vel en þorði ekki að tala við þá innfæddu. Annars er búið að vera þvílíkt vetrarveður hér undanfarið eftir einmuna tíð. Hitinn er að slefa í 15 gráður og það liggur við að við séum komin í lopapeysurnar aftur. Það er alveg að bjarga okkar að hafa heitan pott og er hann mikið notaður í þessu kuldakast. Við Jón Óakar ætluðum að hitta Einar vald um helgina, en hann í er Kauphannahöfn að taka þátt í maraþonhlaupa, en þar sem við höfðum vinnudag í skólanum komst ég ekki. Gangi þér vel Einar og vonandi setuðu persónulet met. Maraþon hlaup eru 42 km. og 195 metrar, ég nenni ekki einu sinna að keyra svo langt á scooter í einni atrennu. Nú er aldeilis tilhlökkun til Búlgaríuferðarinnar og allt að verða vitlaust. Næsta skref er að kaupa gjaldeyri og þá er bara allt komið. Vonandi verða einhverjar tennur sem passa upp í okkar á tilboði.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Amma er með falskar tennur og er mjög ánægð með það, því þegar hún fær tannpínu tekur hún þær bara út úr sér, setur þær upp í hillu og lætur þær kveljast einar.
Einar (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 20:17
Gott að Ásta er ánægð í skólanum. Auðvitað fékkstu lélega vél, hvað annað? og mér finnst sorglegt að þú skulir missa af falcon crest. Annars er hann Lance að leika í glæstum vonum. Þar heitir hann Hector og er skotinn í Taylor. Taylor er kona sem var fín þangað til hún varð sílikoni að bráð. Nú er hún eins og andrésína önd í framan en það er nú önnur saga.
Gangi þér svo vel að hlaupa, Einar Vald.
Inga (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.