Sumarið komið
11.5.2008 | 19:49
Nú segja veðurfréttamennirnir að sumarið sé komið. Það er sagt þegar hitin fer yfir 25 gráður þá er sumarið komið þið getið séð þetta á www.dmi.dk ef þið hafið áhuga. Jæja nú fara prófin að nálgast og ég fékk að vita að ég ætti að fara í prófið á miðvikudeginum 25 júni. Ég var nú ekki alveg ánægð með það því ég var búin að tala um það við kennaran að ég væri að fara til Búlgaríu þann 24. Svo ég talaði við kennaran um það og hún sagði að ég þyrfti að spyrja um hvort einhver væri til í að skipta um tíma, en það vildi náttúrulega engin en eftir smá pex fékk ég einn til að skipta við mig. Ég fékk tíma á þríðjudeginum kl 12-13 þannig ég þarf að fara bara beint upp í vél. Sem betur fer förum við frá Billund og förum ekki í loftið fyrr en kl 16 svo þetta gengur allt hjá mér vonandi
. Hér er búið að vera rosalega gott veður ég og Óli erum eignlega brend útaf sólinni þannig að það er gott að maður sé búin að æfa sig áður en við förum til Búlgaríu
. Nú eru 45 dagar þangað til við förum í flug og tennur og allir eru farinir að hlakka til. Óli ætlar að byrja að vinna á þriðjudaginn og ég verð að keyra hann fyrsta daginn til að sækja bílinn. þá verður það ekki meira í bili.


Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég brenn ekki, bara svo það sé á hreinu. Ég er bara að rústa brúnkukappninni enn eitt árið öllum til mikillar armæðu hér.
Meistarinn sjálfur (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:54
Jú við sjáum það allveg að það er smá rautt hjá þér Óli
.
Konan á bænum (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 18:27
Bíðið aðeins við
tennur??
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.5.2008 kl. 10:45
Á að skella nýjum tönnum upp í alla heimilismeðlimi eða eru það fáir útvaldir sem fá ný búlgversk sett?
Inga (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 22:47
þetta kallar maður forvarnir í lagi! barasta að rífa tennurnar úr allri fjölskyldunni og skella gervi í staðinn og aldrei að hafa áhyggjur af tannskemmdum og slíku veseni
Eru þetta hópferðir?
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.5.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.