Nýtt hitamet í dag.

Hitinn á hinum opinbera mæli hér í Give fór í 26 í dag og er það met á árinu. Eftir að hafa komið liðinu í skólann og safnað kröftum laggðist ég í sólbað svona til að hita mig upp fyrir Búlgaríuferðina. Við erum búin að panta sólarolíu og erum að samstilla talstöðvarnar til að auðvelda samskiptin og spara tíma þarna í útlandinu. Annars eru aðal fréttirnar þær að amma kaka, Rikki kaka og Tryggvi kaka ætla að koma til okkar í desamber og vera yfir jólin og jafnvel áramót, sem er bara gaman. Hún sagðist vera orðin leið á þessari fjandans fýlu á milli allra á Íslandi og þá sérstaklega milli systranna Ingu og Maggýar. Annars hringdi ég í Viðar Steinarsson í dag því við þekkjum nokkra dani sem eru á leið til Íslands og vantaði gistinu og auðvitað reddaðist það. Heiðmundur er enn í Færeyjum en við höfum ekkert heyrt í honum síðan hann fór. Við vorum að spá í að sækja hann á laugardaginn til Hansdhólm en það er ekki alveg ákveðið enn. Jæja þá er best að fá sér súkkulaðikaffi, kíkja aðeins á sjónvarpið og fara svo í heitapottinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman fyrir ykkur að fá kökufólkið yfir jólin :) Merkilegt hvað annara manna ósætti fer í suma, hvurn djöfulan kemur það öðru fólki við!

Inga (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mig langar í sólabað

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.5.2008 kl. 16:56

3 identicon

já annaramannara djöfulgangur og heimska getur tekið veruleg á taugarnar hjá öðrum sérstaklega ástvinum.

Einsi (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband