Í Give
6.5.2008 | 19:44
Við erum bara að drukna í sól þessa dagana. hér er búin að vera sól í lengri tíma en nokkurn tíman í fyrra og miðað við veðurspána á það ekkert að breytast. Við fórum til Köben á föstudaginnn til að fá vegabréf því þau gömlu voru útrunnin. við Kjöftuðum helling í sendiráðinu en því miður var Svabbi ekki við svo við fórum ekki út að borða með honum. Við gengum um þvera og endilanga borgina og allt var voða gaman þangað til það byrjaði að rigna. En öll él styttir upp um síðir og átti það líka við þarna. Við komum heim alveg útgengin um kvöldið eftir góða ferð. Ég var að spá í að fara að hitta Einar vald í köben þegar hann hleypur þar en það er vinnudagur í skólanum hjá börnunum svo ég verð að segja pass við ferðinni. Ásta er á fullu í skólanum og gengur bara vel, held ég. Heiðmundur er í Færeyjum, lagði af stað á laugardaginn og kemur næsta laugardag, ætli hann hitti gamlan USA forseta eins og sumir? annars er allt við það sama hér.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Athugasemdir
Það passar rigning hér
En hún er víst svo góð fyrir gróðurinn
Gott að vita að allt gengur vel hjá ykkur í Danaveldi.
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.