Góða veðrið

Hér er aldeilis búið að vera gott veður. Ég var svo dugleg í gær að ég hjólaði upp í Hedegaard og sótti Charlottu, Óli keyrði hjólið hennar lottu upp eftir og við hjóluðum til baka aftur. Áður en ég fór að sækja Lottu hjólaði ég út með avisinn, uss hvað ég er dugleg. Núna í dag er farið að rigna og það er nú gott fyrir gróðurinn, en við segjum það alltaf þegar það rignir og við viljum hafa sól, svo við erum ekki búin að vera mikið í garðinum í dag en fórum samt í heitapottinn og slökuðum á.

Ég var að fá að vita hvað ég get valið fyrir praktikina mína og eru það ekki spennandi staðir. Flestu staðirnir eru fyrir fatlað eða þroskahefta, fæ samt ekki að vera heima, en svo get ég líka farið í leikskóla. Ég var í þvi síðast svo ég vildi prófa eitthvað annað, helst í skóla og þá inn í bekk eða í heilsdaggsskóla en það er ekki í boði núna. það var einn staður sem ég hafði hugsað mér að sækja um á en það er klubbuinn sem krakkarnir voru í áður en við fluttum þau upp í Hedegaard. Ég fór í dag til þeirra svona rétt til að sjá og heilsa upp á þau en yfirmaðurinn sem vinnur þar tók ekki sérstaklega vel á móti mér þegar hann vissi að ég ætlaði að sækja um praktik þar svo ég er að hugsa mig um hvað ég á að gera.

Í skólanum í dag var verið að tala um fyrir hvað danir væru þekktir og viti menn, haldið þið ekki að það hafi staðið upp úr hjá fyrirlesaranum hvað danir væru kurteisir, KURTEISIR mæ es, aðra eins ókurteisi hef ég ekki kynnst, og hef ég þó komið víða. Við Bega bara hristum hausin og sögðum ekki neitt. Til viðmiðunar vóru svo tekin einhver bananalönd og þá vara þetta kannski ekki eins skrítið. Ekki var mynnst á norðurlöndin í þessu sambandi sem mér fannst skrítið. Jæja nú hef ég ekki meir að segja kannski skrifar Óli eitthvað seinna. Bið að heilsa öllum þarna Ásta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Vá hvað ég er ánægð með að vera búin að finna ykkur Gaman að geta séð hvað er í gangi í henni Danmörku.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.4.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Danir eru nú ekki neitt sérlega þjónustulundaðir og alltaf hálffullir greyin

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.4.2008 kl. 21:59

3 identicon

Já sæl Guðrún og vertu velkomin inn á bloggið hjá okkur. Já við vorum að tala um það með danina það var svolíðið skondið að vera á fyrirlestri þegar þetta var sagt og ég og Begga sem er líka í skólanum við vorum alveg að springa úr hlátri hahaha.Það er alltaf gaman í skólanum.

Asta (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 07:13

4 identicon

Lélegt af þessum dönum að upphefja sig svona, að taka einhverjar lúða þjóðir til að segja að þeir séu svona kurteisir. Pakk pakk pakk og flytjði svo bara heim í góða kurteisa landið þar sem allir brosa og prumpa blómaangan :)

Inga (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 00:42

5 identicon

Kurteisir??? Þetta er besti brandari sem ég hef heyrt lengi, lengi !!! Það fyrsta sem ég tók eftir í Danmörku er hvað þeir eru ótrúlega dónalegir og ókurteisir. Það kom mér svo á óvart að ég fór að gera rannsókn á þessu, telja hversu oft það var traðkað á mér, mér ýtt, hrint eða horft á mig illu auga í hverri ferð sem ég fór út. Ég hélt að Íslendingar væru með þeim ókurteisustu en þeir fá alveg slatta fleiri stig en Danir í þessari keppni !

Gunnhildur Sara (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband