Heitt
28.4.2008 | 13:33
Já sumarið er svo sannarlega komið hérna. Í gær var 21 stigs hita á opinberamælirnum og í dag er það eins en engin sól. Við erum bara búin að vera að dúlla okkur í garðinum og taka til og þrífa hérna inni. Við hjónin erum í át-taki svonan fyrir ferðalagið okkar í júní og ekki veitir af. Blessuð börnin eru það reyndar líka og er haldið að þeim kexi, sætabrauði, ís og gosi eins og þau gera komið í sig. Heiðmundur er að fá teinana sína næstu daga og það verður bara gaman fyrir hann. Eydís er komin með nýjar spangir í neðrigóm og þetta gengur bara vel hjá henni. Á næstunni fer ég svo að vinna aftur eftir nokkurt hlé og verður fróðlegt að fylgjast með því. Annars er allt við það sama hérna, borða sofa og Falcon crest.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.