Gleðilegt sumar
24.4.2008 | 18:01
Í dag er sumardagurinn fyrsti svo gleðilegt sumar öll sömul. Í dag er líka farið að rigna hjá okkur en undanfarina daga hefur verið sumarblíða hjá okkur, allt upp í 20 stiga hita og glampandi sól dag eftir dag. Vinkona hennar Charlottu kom í heimsókn til hennar í gær. Eitthvað eru foreldrar hennar á öðrum hitaskala en við því blessað barnið mátti ekki fara í heitapottinn og átti að vera helst í úlpu og húfu ef hún færi út. Ég sendi þær bara upp í skóla að leika með Ragnari og vini hans. Á leiðinni heim kemur svo mamma stelpunnar og sér þær vera að labba "einar" heim. Hún tekur þær upp í bílinn og kemur hingað alveg brjáluð. Auðvitað var það Ásta sem fékk skammirnar og var alveg miður sín á eftir. Það hefði nú verið gaman ef hún hefði skammað mig,hehe. En hvað er að fólki? Ég fór svo í að útskíra fyrir Charlotta að hún fengi ekki að leika við þessa stelpu meira og auðvitað kostaði það grát og allt það. Ætli ég verði svo ekki að fara að vinna eitthvað. Fór og sótti um á sóp aftur og byrja sennilega eftir nokkra daga, þegar búið er að setja sópinn saman. Ég var nú ekkert að monta mig neitt í viðtalinu, sagðist bara vita um hvað þetta snérist og að ég gæti bjargað mér ef eitthvað bilaði í vélinni og þeir buðu fín laun. Svo er farið að rigna núna, það passar þeir spáðu sólskini. Best að fara og borða eitthvað, kílóin sem ég náði af mér um daginn eru greinilega farin að sakna mín.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegt sumar.
Af hverju má Lotta ekki leika sér við vinkonu sína þó svo mamma hennar sé gúgú?
Inga (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:50
Lotta er búin að hringja í þessa stelpu 117 sinnum en alltaf er fundin einhver afsökum svo hún geti ekki leikið. Á þriðjudaginn þegar við vorum í golfi vildi svo til að þær hittust þar á vellinum og föðumðust og kysstust og allt það og engin tími til að spila golf meira. Ásta og pabbi hennar töluðu svo saman um að þær myndu hittast næsta dag og með þessum skemmtilega afleiðingum. Þetta er svona snobb lið og ekkert spennandi einusinni. Foreldrar hennar vilja ekki að hún leiki við Charlottu út af því að hún er útlendingur og við viljum ekki hafa neitt sambandi við þau meira.
Einar (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:05
Ok, skil. Takk fyrir svarið.
Inga (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.