Föstudagur og allt að verða vitlausara

Hér vöknuðum við í sól og hita og bara frábært veður. Þegar allir voru farnir í skólann sinn datt ég inn í leikrit og sofnaði yfir því, mjög spennandi. Ásta var búin snemma og kom við hjá Mæju og fékk þar kaffi. Hún kom svo heim í ofvirknikassti og fór að planta trjám og plöntum og rak mig á fætur. Ég tók náttulega einn þátt af Falcon krest og dreif mig svo í að koma henni í fleirri verk og fá mér að borða. Líkamsræktin fékk frí í dag enda half slappur eftir hjólreiðar og lyftingar síðustu daga. Við fórum samt í golf í dag. Óli, Ásta, Ragnar og Charlotta fórum í golfkennsludag hjá golffélaginu hérna en Eydís horfði á. Heiðmundur var bara heima og dreifði huganum í tölvunni. Við hittum þýskukennarann hans Heiðmundar og þar fékk stóra barnið okkar ekki mikin plús. Hún sagði að lögregluhundurinn Rex myndi sennilega standa sig betur á skriflegu prófi en Heiðmundur. Seinnipartinn fór að rigna og þá varð ég að drífa mig að bera áburð á garðinn og trén og klára að saga við í arininn. Kvöldmaturinn var í boði afa sjoppu, lambakjöt af bestu gerð 2008 árgangurinn og heppnaðist það virkilega vel. Annars er margt að brjótast um í okkur þessa dagana. Ég þarf að koma mér í vinnu aftur og það verður ekki létt, enda búin að hanga heima í óra tíma og gera ekki neitt eins og alvöru húsmóðir. Myndir af okkur eru enn á leiðinn inn en vegna anna hjá herra Vald hafa þær ekki komið inn enn. Annars er allt við það sama hérna. Við alltaf jafn skít blönk og allt það. Mikið væri annars gaman ef ég hefði einn Einsa hér til að kommentera á okkur, mig vantar alveg einhvern til að snakka sammen med.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss piss, Lassi þarf sko að taka hann stóra frænda í þýskukennslu sem fyrst!!!  Óli, átt þú ekki eitthvað þýskt fræðsluefni handa snáðanum?

Gunnhildur Sara feitabolla (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:33

2 identicon

Þú verður bara að segja Einsa fávita frá síðunni ykkar svo hann geti nú kommentað skemmtilega eins og alltaf.

Inga (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 00:00

3 identicon

Veit ekki hvort hann sé nógu þroskaður fyrir mitt þýska fræðsluefni, ætti kannski að láta reyna á það?

Einar (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband