Jæja

Í dag byrjum við á garðinum, svona til tilbreytingar. Við erum bara búin að gera voða lítið núna, erum aðalega í að finna nýjar plöntur, áburð og gosbrunn. og þá er það upptalið. Fórum í smá verslunarleiðangur og keyptum nýtt hjól handa Eydísi, voða flott náttulega, hlaupaskó á eldripartinn af fjölskyldunni og íþróttaföt í stíl og nokkrar plöntur. Ásta var líka voða góð og gaf mér nýjan farsíma. Ég kom með minn gamla inn í búðina og allir í búðinni og þá meina ég allir koma til að skoða þetta foláta símtæki og margir spurðu "hvað er þetta eiginlega". En þetta var nú bara ekta sími fyrir mig, kannski ekkert þjáll í vasa en góður í tösku og gerði sitt gagn. Við fórum á foreldrafund með kennurunum hans Ragnars og hann var bara vel heppnaður. Ragnar mun betri en við þorðum að vona og hefur tekið miklum framförum í skólanum námslega. Smiðurinn og tryggingakallinn mættu á fimmtudag og tóku út hvað á að gera og nú á bráðlega að fara gera eitthvað. Náttulega ekki eins mikið og við vildum en samt mikið. Charlotta er búin að missa enn eina tönnina og slær nú öll hraðamet í að borða spaggetí, en getur ekki sagt S. Svo var ákveðið að Gunnar Einarsson komi hingað í heimsókn í sumar, viku eftir að við komum frá útlandinu og það verður áræðanlega gaman að fá hann, allavega sagði Ragnar yes yes. Annars er sumarið alveg að koma hérna. 10 stiga hiti dag eftir dag en oft kalt á nóttunni og kisi fær því að sofa inni. þá er þetta bara orðið gott. Nýjar myndir að okkur koma vonandi fljótlega, en Einar Vald verður að redda tölvunni fyrst. Tæknin eitthvað að stríða okkur hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að Ragnar er að standa sig vel í skólanum.

En af hverju eru smiður og tryggingakall að koma og  hver er Gunnar Einarsson?

Inga (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:12

2 identicon

Smiður og tryggingakall eru að koma vegna þess að það fór í sundur vatnsrör og allt var hér á floti í nokkurn tíma. Tryggingarnar eru að meta skemmdirnar og smiðurinn með. Gunnar Einarsson er sonur hans Einars Vald.

Ólafur Einar (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:30

3 identicon

Ah, takk fyrir svarið :)

Inga (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband