ekki garðurinn
8.4.2008 | 21:04
Til hvers að vera með síðu hérna? Allir að væla yfir að gera síðu svo það sé hægt að fylgjast með okkur hérna og hvað við erum að gera og svo nennir engin að kíkja á síðuna og kvitta, en hvað um það.
Smiðurinn ætlar að kíkja á morgun með tryggingakallinn með og það verður spennandi. Var að stússast í allan dag og það er ljóst að ef ég ætla í skóla skal ég borga allt sjálfur og það er gott að vita það. Þá er ég ekki að gera mér vonir um að fá námsstyrk. Garðurinn var alveg látin í friði í dag. Heiðmundur fór til tannsa og á að koma aftur á mánudaginn til að fá spangir. Ásta er að spá mikið í skólann sinn þessa dagana og aðalega hvernig á að setja upp og skrfa "deklaration" en henni hefur gengið ágætlega með okkar Eydísar hjálp. Ég hef því miður ekkert verið í Biblíulestri upp á síðkastið og er farin að sakna þess. Vonandi hefur Jóhann samband við mig og færir mér góðar fréttir. Nú styttist í ferðina okkar til Búlgaríu og allir eru farnir að hlakka til. Gunnar Hrafn kemur svo vonandi til okkar eftir ferðina og verður það bara gaman. Elsku vinir drullist þið svo til að kvitta á síðuna það tekur ekki svo langan tíma.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kvitt. Ég les síðuna og stundum oft á dag. Er bara búin að vera frekar andlaus. Það var samt fyndið að Eydís æpti þarna á Ragnar og að Heiðmundur hafi dottið í vatnið.
Skemmtilegar rassamyndir líka af þér frá ýmsum sjónarhornum í þessum líka garði.
Inga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.