vorverkin
7.4.2008 | 21:14
Það var kalt í morgun, frost og allt. Ragnar ákvað samt að hjóla í skólann en Ásta keyrði Eydisi og Charlottu í Skólabussen en Heiðmundur var veikur heima. Það var ekki við öðru að búast enda fór hann út að labba um helgina. Ég var innivið að stússast og horfði síðan á Falcon crest enda mikill aðdáandi þeirrar seríu. Ég notaði tækifærið og nærði mig vel yfir þættinum og í miðjum þætti og í miðju áti kom Ásta heim úr skólanum. Við fórum svo í garðinn saman og héldum áfram með vorverkinn. Nú er heiti potturinn kominn á sinn stað og búið að setja niður öll trén. Nýja gangstéttinn er líka tilbúin og helluplanið fyrir framan nýja pallinn og búið að tengja allt saman sem eina heild. Svo slóum við grasið í fyrsta skipti í ár og tókum verkfærinn og allt draslið og gengum frá því. Nú verður að fara á haugana á morgun með allt sem við erum búin að klippa og skera af og drasl sem við ætlum að henda. Smiðurinn kom líka í dag en hann ætlaði að koma fyrir tveim vikum. Merkilegt hvað brandarinn um smiðinn sem rak við í hendina á sér hljómar illa á dönsku. Smiðurinn ætlar að koma aftur á miðvikudag og þá með enn einn tryggingakallinn og það verður spennandi. Annars höfum við það bara gott hérna eins og er og vonumst til að það breytist ekki.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ
Vona að þetta fari að ganga með þennan smið. Það er engin smá þolinmæði að fá iðnaðarmenn þarna úti.
Bið að heilsa öllum
ósk (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.