Helgin búin

Þá er helginni lokið og skóli og vinna næstu fimm daga. Búið að vera brjálað að gera alla helgina. Í gær, laugadag, skrapp ég með Sigga í Vandel til Köben. Þar hittum við frú Margréti og Rikka og fórum í skoðunarferð um borgina. Skruppum í Kristjaníu og þar var stungið upp á að borða þar saman. Ég hélt að ég yrði ekki eldri en lét mig samt hafa það. Bæði Rikki og Siggi notuðu minnst 10 gafla við að borða matinn þarna( plast hnífapör) enda tókst þeim að velja alveg órtúlega ógirnilega steik. Ég lét mér nægja lagesagne og notaði bara 1 gaffal. Ég notaði tækifærið að keypti mynjagrip og ætla að prófa hann seinna. Í dag er ég aðalega búin að vera í garðinum, enda um eilífðarverkefni að ræða þar. Við erum ss. búin að hafa það gott. Ég ætla að minna ykkur á að nú er búið að breyta tímanum. Þannig að nú er komin sumartími og það munar 2 tímum á Íslandi og Danmörku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha, sé Rikka alveg fyrir mér þjösnast á plastinu :)

 Gott svo að vita með tímamismuninn, það hjálpar mikið.

Inga (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband