Uppstigningadagur
21.5.2009 | 15:39
Lagðist út og slakaði á í sólinni í morgun og lá þar til 15:00. Þetta er bara svona letidagur og allir að slaka á. Eydís var í afmæli í nótt og Ragnar var í nördapartýi líka í nótt þannig að það var rólegt hjá okkur hinum hénra heima í gærkvöldi. Ég er alveg frá í skrokknum eftir að hafa spilað körfubolta í gær. Allur með strengi og verki. náði meira að segja og stökkva upp í hringinn en það hefur ekki gerst lengi. Annars erum við búin að vera svolítið í garðinum. Nýju drén eru að taka við sér, búið að slá og klippa og potturinn komin í gang aftur. Ég ætlaði að kíkja á scooterinn í dag en geymirinn er eitthvað skrítin og hjólið vill ekki starta. Við náður í hjólið mitt síðustu helgi og nú þarf bara að skipta um slöngi því það er náttulega sprungið. Ætla svo að byrja á að hjóla í vinnuna. Heiðmundur er enn að vinna í fatabúðinni en er ekkert að taka sig á í átinu. Hann er búin að missa einhver kíló síðan hann var útskrifaður og ég spái því að hann verði lagður inn aftur. Það hangir enn yfir okkur að þurfa að flytja því það vill engin lána peninga eins og er alveg sama þó við eigum næstum helming í húsinu. Einar Vald er svo að fara að hlaupa í Köben þess helgi og aldrei að vita nema við kíkjum á hann. Þá er friðurinn úti og ekki hægt að skrifa meira.
hef ekki tíma
19.5.2009 | 17:46
í dag er þriðjudagur og allt við það sama hérna
Ásta kom með rigninguna með sér, sem var gott en nú er þetta að verða gott hérna. Núna erum við að bíða eftir sól og hita. Ekki meiri friður.
Ásta kom með rigninguna með sér, sem var gott en nú er þetta að verða gott hérna. Núna erum við að bíða eftir sól og hita. Ekki meiri friður.
Sunnudagurinn 17. 5.2009
17.5.2009 | 11:23
Það var nú aldeilis Evrovisíon stemning hérna í gær, usss. Jóhanna fór svo heim með silfur eins og allir vita sem er bara glæsilegt. Við skemmtum okkur virkilega vel hérna bæði yfir lögum og stigagjöfinni. Eftir velhappnaða keppni og tilheyrandi símtöl til íslands og Noregs var farið í pottinn og slakð á. Ásta og Charlotta komu heim í gær eftir ansi strembna Íslandsferð. Hópurinn hennar var mjög ánægður með ferðina en sérstaklega Esjuferðina, Takk Einar Vald. Ásta kom með rigninguna með sér en hér hafði ekki komið svo mikið sem dropi úr lofti síðan hún fór, en um leið og hun var á leið hingað í vélinni fór að rigna og það rignir enn. Í dag ætlum við að heimsækja eftirskólann hans Heiðmundar og sækja hjólið mitt þangað. Eydís var á föstudaginn að leika í Þýsku leikriti en það lék hún aðalhlutverkið, herra Húber og gekk svona ljómandi vel. Stefnir í að fá páskarinn á ár. Verð að hætta.
Rólegt hérna þessa dagana
10.5.2009 | 10:45
Við erum bara að hafa það gott hérna heima eftir á Ásta og Charlotta fóru til Íslands. Gaman að sofa heilu næturnar án þess að fara tvær ferðir á klósettið með Charlott, en það getur verið ansi þreytandi. Í gær fórum við Eydís til Bónó og Önnu Maríu bara svona til að kíkja í heimsókn og var það bara gaman. á föstudaginn fórum við á loppumarkað en keyptumekki neitt. Þýðir ekkert að vera að safna meira af drasli hérna rétt fyrir flutninga. Heitipotturinn er líka komin í gang aftur, búið að klippa hekki á bakvið hús, slá allt grasið kringum húsið og taka allt í gegn bæði inni og úti. Heiðmundur er að standa sig vel með matinn og hefur verið ansi hress bara. Við kíktum til vottanna en þeir voru ekki heima svo við fórum bara heim aftur. Við kíktum líka í heimsókn til Árna og Maríu. Rikki frændi og kúluvarparinn komu svo í gær en við máttum ekki vera að að bjóða þeim inn því við vorum að fara til Árósar. Í dag er bara sól og gott veður og aldrei að vita nema við leggjumst í sólbað.
Ásta náði prófinu og er á leið til Íslands
7.5.2009 | 05:21
Eins og við var að búast þá náði Ásta prófinu í skólanum léttilega og á því aðeins rúmt ár eftir af náminu. Í morgun lagði hún af stað til Íslands ásamt Charlottu en við hin verðum að hanga heima og vinna. Loks er farið að rigna, sem er gott fyrir gróðurinn og allt. Það er búið að minka vinnuna við Heiðmund þannig að þú þrælar hann bara 2 og hálfan tíma á dag. Svo er loppumarkaður á morgun og þangað ætla ég að kíkja. Annars verður alveg brjálað að gera hérna við að pakka niður og undirbúa flutningana því hér stefnir í uppboð á húsinu í júni og þar sem við fáum ekki mánaðar greiðslufrest getum við ekki bjargað þessu. En það eru bara ekki alltaf jólin.
Nú er bara langt síðan síðast
3.5.2009 | 17:44
Ó já. Nú er búið að ferma Eydísi. Allt það gekk að óskum og við viljum nota tækifærið og þakka öllum fyrir okkur og Eydísi. Hún var ánægð með daginn og allt sem hún fékk að gjöf. Eins og venjulega er allt að fara til fjandans í fjármálunum. Íslensku bankarnir eru alveg að fara með okkur hérna og nú styttist verulega í uppboð á húsinu hérna. Aprílmánuður er búin að vera yndislegur hérna, endalaus sól, hiti og gott veður. Heitipotturinn er bilaður eða allavega hitarinn á honum. Hitarinn á sundlauginni virkar helur ekki. Rafmagnið í eldhúsinu er eitthvað skrítið því eldavélin virkar bara að hálfu leiti og uppþvottavélin er alveg dauð. Heiðmundur er útskrifaður en er alveg fárveikur og vill helst ekki borða. Hann er byrjaður að vinna í fatabúð og á svo að byrja í skóla í Grindsted í ágúst. Kötturinn er örugglega óléttur með tilheyrandi vandamálum. Amma kaka og Kristján fóru svo loks heim þann 27. 4. og komust alla leið án mikilla vandræða. Við vorum að vonast eftir að Kiddi kæmi aftur sem fyrst og væri hér í sumar en það er allt undir því komið að við náum að bjarga húsinu hérna. Ásta erenn í skólanum og fer til Íslands á fimmtudag ásamt Charlottu og kemur aftur þann 16. held ég. Allt er við það sama í vinnumálunum hérna. Ég er í skólanum á daginn og í hreingerningum á kvöldin og nóttunni og sef við tækifæri. Og þá er það NBA í sjónvarpinu og það ætla ég að horfa á.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.5.2009 kl. 05:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagurinn langi
10.4.2009 | 21:34
Ég varð að hætta í miju kafi í gær þannig að nú er bara að byrja aftur. Ég fór með Ástu, Eydísi og Charlottu í messu í morgunen Heiðmundur og Ragnar vildu ekki með. Fór svo í garðinn og reitti arfa en Ásta lagðist í prófmálin. Charlotta og Ragnar settu upp tjald og ætluðu að sofa þar en eitthvað varð hjartað í Charlottu minna þegar kom að því þannig að hún er bara sofandi inni. Fredrikka er hjá Eydísi í heimsókn eins og er en Anna mamma hennar er að lesa yfir hjá Ástu. Það er búið að vera frábært verðu hérna undanfarið sem ekki sér fyrir endan á. Ég náði líka að klippa trén og Ragnar sló allt í dag. Ég var í garðinum alveg þangað til ég fékk hausverk og þurfti að fara inn og leggja mig. Þetta fer að verða ansi þreytandi þessir höfuðverkir, ætti kannski að fara ti læknis og fá töflur við þessu. Við Eydís erum svo búin að ákveða að fara í messu á sunnudag og inntaka Páskaboðskapinn beint í æð. Ég tók alveg frí frá líkamsræktinni í dag af heilsufarsástæðum, tek bara vel á því á morgun. Þá er tíminn búin og við ætlum að spila póker.
skírdagur
9.4.2009 | 16:04
Þá er búið að skíra nýjasta barnið hjá Ingu siss. Hjörtur Atli Albertsson sem er bara alveg ágætt. Nú er allt á fullu í garðinum. Sunslaugin komin upp og heiti potturinn líka. Ég Ásta og Eydís prófuðum hann í gær og kíktum á Spaugstofuna í leiðinni. Ég fór svo með Charlottu í dag eftir að hafa hjólað 15 kílómetra og lyft og teygt á eftir. Svo klippti ég trén og mældi fyrir nýju beði til að fá meira skjól við sundlaugina. Ragnar var í netpartýi í nótt og er við það að taka kasst í dag fyrir vikið. Hann er á líðasta séns því ef hann tekur kasst í dag fer hann ekki í fleiri partý þetta skólaár. Ásta sótti Heiðmund á hælið í dag en ég fór með hann í gær. Verð að hætta núna.
langt síðan síðast
5.4.2009 | 10:19
Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun enda búin að sofa og sofa frá því snemma í gærkvöldi. Ásta sofnaði yfir sjónvarpinu um klukkan 20 eða rétt eftir kvöldmatinn. Ég fór svo með Charlottu og við horfðum á einhverja mynd sem ég sofnaði fljótlega yfir. Við vorum svo vöknuð um 8 í morgun. Hún hélt áfram að horfa á sjónvarpið á meðan ég dreif mig í æfingarnar mínar. Ragnar er í meðferð hérna heima en í fríinu á hann á lesa og skrfa alla dagana ásamt Charlottu. Heiðmundur er heima og verður það næstu 10 daga og svo er bara að vona að það gangi vel. Ásta er í fullum gangi með næsta próf og liggur í bókum og einhverjum pælingum sem ég skil ekkert í. Nú styttist í að Eydís fermist og er allt á fullu við undirbúning á því. Kortin eru náttulega löngu komin út til allra og svör farin að berast. Á fimmtudaginn var fórum við á sýningu í Hedegaard skóla þar sem Ragnar og Charlotta voru að leika í skólaleikriti um fortíðina. Eydís lék í sínu leikriti en hún skrifaði sjálf um nútíðina og fór með aðalhlutverkið. Allt var þetta alveg ágætt en sérstaklega kaffið og kökurnar á eftir. Ég er í fríi frá klúbbnum í Páskavikunni og á ekki að mæta fyrr en á þriðjudaginn eftir Páska. Þrifin eru enn á fullu og ekkert frí þar. Mér gengur vel í klúbbnum. Vakna og morgnana og hlakka til að fara út að leika. Þá er að fara til Herning og skoða skó. búið.
Laugardagur
28.3.2009 | 19:26
Nanna gisti hjá Eydísi í nótt og Ragnar var hjá bróðir hennar Nönnu í netpartýinu. Hann kom ekki ferskur heim, greinilega búin að vera of lengi í tölvunni og ekki búin að sofa nóg þannig að hann tók kasst í dag rétt fyrir kvöldmat. Heiðmundur og Ásta tókst eftir langa mæðu að hafa hann undir í baráttunni og héldu honum í 30 mín. eða þangað til ég blandaði mér í baráttuna og kom ahonum í rúmið. Við Charlotta fórum í garðinn í dag og tókum allt í gegn. Auk þess fórum við í að koma sundlauginni í gang og heita pottinum líka. Annars vorum við snemma á ferðinni í dag. Fórum á hundasýningu í dag í Tyregod því Eydísi langar svo í hund. Við fórum svo í kaffi til Árna og Maríu og fengum þar bæði kaffi og rauðvín. Ég sagaði í eldinn svo það er upplagt að slaka á og setja í arinninn, fá sér rauðvín og taka smá sjálfsvorkunnarkasst. Ásta er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta próf, sem er þver-faglegt og er búin að taka viðtöl og gera og gera. Svo er bara að vona að hun standist það líka en þessu á að skila 14. apríl. Næst er það svo Íslandsferðinn en hún verður 7. maí og þá fær Charlottan að fara með. Búið.